Endurbætur á Hafnarfjarðarvegi frá Vífilstaðavegi að Lyngási

Forkynning var á endurbótum á  Hafnarfjarðarvegi frá Vífilsstaðavegi að Lyngási í samvinnu Garðabæjar og Vegagerðar ríkisins og gerði LHM umsögn um þessa framkvæmd.

"Endurbæturnar" hafa það að markmiði að bæta umferðarflæði inn á Hafnarfjarðarveg úr byggð í Garðabæ, auka umferðaröryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda og liðka fyrir almenningssamgöngum á álagstíma.

Í umsögn LHM kemur m.a. fram tillaga um að bæta við fjórða markmiðinu með framkvæmdunum, sem er að greiða leið gangandi og hjólandi um svæðið. Þá leggur LHM til sem valkost við eða með framkvæmdunum, að það verði skoðað og metið hverjar ferðavenjur eru á þessum stað í Garðabæ og hvaða aðrar aðgerðir gætu skilað breyttum ferðavenjum og náð þannig markmiði um að bæta umferðarflæði og auka umferðaröryggi.

Athugasemdir LHM snúa síðan að annarsvegar þverunum fyrir gangandi og hjólandi yfir Vífilstaðaveg og Lyngás og hinsvegar að því að stígar séu greiðir og uppfylli "Leiðbeiningar um hönnun fyrir reiðhjól" sem EFLA gerði fyrir Reykjavíkurborg.

Forkynning á endurbótum á Hafnarfjarðarvegi frá Vífilsstaðavegi að Lyngási.

Yfirlitsmynd af endurbótum.

Umsögn LHM um forkynninguna.