Hjólreiðar: Áhrif á heilsufar

Er ekki mjög hollt að hjóla? Jú, um það eru flestir sammála. En hversu hollt? Er ekki líka hættulegt að hjóla, óvarinn eins og maður er, ólíkt fólki inni í bílum umlukið velprófuðum bílskeljum, auk líknarbelgja og bílbelta?

Það er ástæða til að athuga þessi mál nánar. Hér verður ekki sagt frá neinum endanlegum sannleika, en vitnað í rannsóknir sem benda sterklega til þess að hjólreiðar eru mun hollari en margan grunar og hættan í umferðinni er mun minni en talið var.
{jathumbnail off}

 Á síðari árum hefur umræðan um offitu farið vaxandi. Tæplega líður sú vika að ekki sé minnst á vandann. Hreyfingarleysi veldur offitu, á að giska nokkurn veginn jafnfætis við breytt mataræði. Margir sérfræðingar halda því fram að offita og hreyfingarleysi muni verða jafn alvarleg heilsuvandamál innan tíðar og reykingar eru nú, ef ekkert er að gert.

Árið 2002 var gert fjárhagslegt mat á auknum hjólreiðum og göngu í norskri rannsókn á vegum Tranportøkonomisk institutt (TØI).4 Niðurstaðan var að hver sá sem fer að hreyfa sig aðeins meira, sparar samfélaginu um a.m.k. 7.300 norskar eða lauslega um 73.000 krónur á ári. Þessi tala var mjög varlega áætluð og margir þættir og sjúkdómar ekki teknir með.

Dæmi um samanburð við kostnað sem þyrfti til að efla göngu og hjólreiðar var reiknað út að tengingar fyrir hjólandi og gangandi í þrem borgum og bæjum mundi borga sig þrefalt upp, og alveg upp í 14-falt. Fá eða engin önnur umferðarmannvirki geta keppt við svoleiðis hagkvæmni!


Hjólreiðar: Holl hreyfing, bætt heilsa og samgöngur ... margföld samfélagsbót.

Við höfum þegar borið saman heilsutap sem stafar af hreyfingaleysi, við heilsutap af völdum reykinga, og borið saman við heilsuávinning af hjólreiðum, til samgangna, við heilsukostnað sem fylgir lagningu göngu- og hjólreiðastiga, auk þess sem við höfum séð upphæð fyrir áætlaðan heilsuávinning af daglegum hjólreiðum. En sumir eru hræddir um að hjólreiðaslys geti aukist ef fleiri fara að hjóla, og þau setji strik í reikninginn.

Hafa einhverjir reynt að leggja mat á þetta? Jú, til dæmis gerðu TØI það í sinni rannsókn. Þeir lögðu sig fram um að ofmeta ekki jákvæð áhrif aukinnar göngu og hjólreiða, og lenda samt í því að kostnaður í heilsukerfinu mun ekki aukast vegna meiðsla á hinum mjúku vegfarendum, þegar tala þeirra eykst.

Annar samanburður á milli heilsuávinnings hjólreiða og heilsutaps vegna meiðsla í umferðarslysum var gerð af prófessor Mayer Hillman á Bretlandi 1996. Niðurstaða Hillman var notuð í skýrslu British Medical Association árið 1999. Niðurstaðan er að heilsufarsávinningur hjólreiða vegur margfalt þyngri en umferðarslys á hjólreiðamönnum. Hér er tekið mið af umferðinni á Bretlandi, sem ekki er talin vera ýkja vænlegt til hjólreiða, og geri ráð fyrir að mikill minnihluti hjólreiðamanna sé með hjálm.

Auðvitað þyrfti að fækka slysum og meiðslum á hjólreiðamönnum. Vert er þó að benda á að enginn hjólreiðamaður hefur látist í umferðinni síðan 1995, þrátt fyrir að helmingur Íslendinga nota reiðhjólið öðru hvoru. Varðandi hjólreiðamenn er sú ráðstöfun sem oftast er bent á í öryggismálum, að menn noti hjálm. Hjálmurinn kemur þó ekki í veg fyrir slys, heldur getur minnkað meiðsli á höfði. En það skrýtna er að nánast engin rannsókn sem stenst grunnliggjandi vísindalegar kröfur, getur sýnt fram á að hjálmar skipta sköpum í raun. Þeir hafa ekki aukið öryggi hjólreiðamanna þar sem hjálmaskylda hefur verið sett í lög. Hins vegar er margt sem bendir til þess að betri löggæsla gegn akstri undir áhrifum og gegn hraðakstri auki öryggi hjólreiðamanna sem og annarra vegfarenda. Bætt samgöngumannvirki, með þarfir og öryggi þeirra í huga, virka sömuleiðis vel. Tölfræði víðsvegar að bendir svo til þess að með auknum fjölda hjólreiðamanna eykst öryggi þeirra. Skýringin getur verið aukin meðvitund og færni öku- og hjólreiðamanna. Þó ekki náist að fjalla ítarlega um það hér, þarf að nefna að hjólreiðamenn úti á akvegum anda að sér minna af mengandi efni en bílstjórar, samkvæmt evrópskri og ástralskri rannsókn.

Umferðarmál og heilsumál eru flókin og mikilvæg. Landssamtök hjólreiðamanna hvetur til upplýstrar umræðu um málefni hjólreiðamanna í víðu samhengi.

Morten Lange MS.c Verkfræði- eðlisfræðingur
formaður Landssamtaka hjólreiðamanna 

Heimildir: Eftirfarandi lén athuguð í Apríl 2005

Varðandi hagræði af hjólreiðum:
Sælensminde (2002): Gang- og sykkelvegnett i norske byer. Nytte-kostnadsanalyser inkludert helseeffekter og eksterne kostnader av motoris ert vegtrafikk Forfattere: Kjartan Sælensminde, Rapportnr: 567/2002 ISBN nr:82-480-0254-3

Samantekt og skýrsla TØI í heild sinni á norsku: www.toi.no/program/program.asp?id=35830
Samantekt skýrslu TØI á ensku: www.toi.no/Program/program.asp?id=36338
Samantekt á ensku birtist meðal annars í: Nordic Road & Transport Research ,
No 2 2002 www.vti.se/Nordic/2-02mapp/cycle.htm

Varðandi heilsufarsávinning borið
saman við heilsumissi vegna umferðarslysa:
Hillman, M. (1992), 'Cycling and the Promotion of Health', in Proceedings of Seminar on Environmental Issues, PTRC Summer Annual Meeting, September.

Hillman, M. (1993), "Cycling and the promotion of Health", Policy Studies, 1993: 14: 49-58, cited in British Medical Association, 1997, Road Transport & Health, British Medical Association, London, UK

Physical activity,health inequalities and transport, Dr Harry Rutter, South East Public Health Observatory: www.modalshift.org/presentations/fphmasm02/southportposter.pdf
www.abc.dotars.gov.au/benefits_of_cycling.htm

Varðandi áhrif fjölda hjólreiðamanna á öryggi þeirra, og áhrif hjálmalaga:

Jacobsen, (2003): Safety in numbers: more walkers and bicyclists, safer walking and bicycling by P L Jacobsen, Injury Prevention 2003;9:205-209
http://ip.bmjjournals.com/cgi/content/full/9/3/205

Robinson (2005): Safety in numbers in Australia: more walkers and bicyclists, safer walking and bicycling by Dorothy L. Robinson, Health Promotion Journal of Australia, April 2005 Volume 16, No 1, pages 47-51
"Jacobsen's growth rule predicts that if cycling doubles, the risk per cyclist will be about 34% less. Conversely, if cycling halves, the risk per cyclist is likely to increase by 52%."

www.healthpromotion.org.au/docs/hpja_2005_1_robinson.pdf
http://agbu.une.edu.au/~drobinso/Safety_in_Numbers_HPJA_PR.doc

Ítarefni:
Þó ekki sé fjallað um það beint í textanum fyrir ofan er þess virði að nefna grein í Journal of Epidemiology and Community Health þar sem haldið er fram að líklega sé bætt aðgengi hjólandi og gangandi öruggasta leiðin til þess að spyrna gegn hreyfingaleysi.

D A Lawlor, A R Ness, A M Cope, A Davis, P Insall, and C Riddoch :
"The challenges of evaluating environmental interventions to increase population levels of physical activity: the case of the UK National Cycle Network" under the theme heading
PUBLIC HEALTH POLICY AND PRACTICE, J. Epidemiol. Community Health, Feb 2003; 57: 96 - 101. http://jech.bmjjournals.com/cgi/content/extract/57/2/96

Myndir:
Hjólreiðar: Holl hreyfing, bætt heilsa og samgöngur ... margföld samfélagsbót. /
Cycling: Proper excercise, better health and a mode of transportation ... manyfold social gains.

Hjólreiðastæði háskólafólks: / University student and faculty bicycle park:

Footn. 1 Norska rannsóknarsetrið fyrir samgönguhagfræði.


© Hjólhesturinn 1.tlb. 14.árg. 2005
© ÍFHK 2005