Hjólum á götuni

Ég hef fengið nóg, þá sérstaklega eftir að ég var keyrður niður á gangstétt fyrir framan heimili mitt. Það var þá sem ég komst að því sem og reynslu fyrri ára ætti ég ekki að þvælast á gangstéttum heldur vera úti á götu þar sem hjólreiðamenn eiga fullan rétt á að vera.

Nú getur verið að einhverjum þyki ég vera orðinn bilaður, og vel má vera að fyrir þá sem fara hægt á hjólum sínum séu gangstéttirnar fullkomnar samgönguæðar. En fyrir mig sem get ágætlega haldið 30-40 km hraða og aðra sem líta á reiðhjólið sem samgöngutæki, þá eru íslenskar gangstéttir ónothæfar. Staðreyndin er sú að hvergi lendi ég jafn oft í hættum eins og á gangstéttum. Gagnstéttirnar eru byggðar fyrir gangandi sem fara ekki hraðar en 7 km á klst. Gangstéttir eru oftar en ekki þaktar glerbrotum og lausamöl. Þær eru hvergi lagðar með það í huga að þær nýtist til samgangna heldur fyrst og fremst til að njóta útivistar. Fyrir utan að geta slasað gangandi þá eru gangstéttir með ótal beygjur og blindhorn. Umferðamerkingar eru ófullnægjand og í engu samræmi við akandi umferð. Hönnun gatnamóta hvetja til umferðarlagabrota og íslenskir bílstjórar nota gagstéttir óspart sem bílastæði. Bílstjórar vaða á bílum sínum yfir gangstéttir og gangbrautir eins og þær séu ekki til. Oftsinnis þarf að taka sveiga út á götur eða sneiða framhjá ólöglega parkeruðum bílum. Á veturna ryður borgin ómarkvist snjó af gangstéttum og sjaldnast meðfram helstu umferðaræðum svo fátt eitt sé nefnt .

Ef þú ferðast um og yfir 30 km hraða þá eru akbrautir öruggasti staðurinn. Akbrautir eru breiðar og ávalt greiðar, án varasamra blindhorna, án óvæntra gatnaframkvæmda og ávalt ruddar og hreinsaðar á veturna. Þær henta ágætlega hraða reiðhjólsins sem getur farið á eða allt að 60 km hraða. Þar eru umferðamerkingar og frágangur umferðarmannvirkja fullnægjandi alla vega þær sem snúa að akandi umferð og flestir ökumenn virðast taka ágætlega eftir því sem um akbrautina fer þó það sama sé ekki hægt að segja þegar akbraut þverar gagstétt. Það er hins vegar ekki einleikið hvað Íslenskir bílstjórar er tillitslausir og því stórhættulegir. Hef ég hjólað í nokkrum löndum Evrópu og hef ég satt best að segja ekki kynnst neinu þvíumlíku. Það þarf því að fara um þennan þungvopnaða vígvöll með öðrum hætti en víðast hvar annarsstsðar í vestrænum heimi.

Það eru þrjár gerðir bílstjóra sem virðast hættulegastar á Íslandi. Það eru þeir sem halda að þú sért horfinn um leið og þú hverfur úr þröngu sjónarhorni framrúðunnar. Þá eru það bílstjórarnir sem telja að hjólreiðamenn eigi aðeins að vera á gagstéttum og virðast óspart nota bílinn til að ógna “hjólafíflinu” af akbrutinni og upp á gagstéttina. Svo eru það blessuð börnin sem hafa fengið bílprófið langt fyrir aldur fram. Þar leynast inn á milli ansi vanþroskaðir einstaklingar sem þurfa stöðugt að sýna yfirburði sína  með bílnum. Eftir þessa upptalningu langar mig að taka það fram að þetta á ekki við um alla bílstjóra, en munið að í heilum eplakassa leynast alltaf skemmd epli. Því langar mig að minnast á nokkur töfrabrögð til að forðast þessi skemmdu epli.

Varist skemmdu eplin

Ég ætla byrja á því að segja að ef þú ætlar að fara eftir þessum leiðbeiningum þá gerir þú það á eigin ábyrgð. En hér er hluti galdursins til að forðast slys:

Það eru nokkur atriði sem snúa að þér sjálfum og skipta mjög miklu máli að séu í lagi. Þú stekkur ekki úr flugvél nema hafa fallhlíf, ef þú ert sammála því þá ættir þú lika að vera sammála því sem hér kemur.

Vertu ALLTAF með hjálm, sjálfur hef ég brotið tvo í samskipum mínum við malbikið. Vertu með GOTT hvítt ljós að framan og helst meira en eitt blikklajós að aftan þegar það fer að rökkva. Vertu óspar á að skipta út eða hlaða rafhlöðurnar í ljósunum svo þú sért ávalt með skært ljós.  Ekki trúa þeim sem segja að díóðublikkljós sér nóg að framan. Þá gætir þú eins trúað því að regnhlíf sé góð fallhlíf. Veru í fötum með miklu endurskini eða í skæru öryggisvesti. Þegar svo vetur er gengin í garð skaltu muna að vera á góðum nagladekkjum á báðum hjólum. Nokian Extrime að framan og hvað nagladekk sem er  að aftan. Þú verður bara að vera með gróft dekk að framan því það verður að geta farið yfir allar hindranir. Ef framdekkið kemst yfir klakann eða skaflinn þá kemst afturdekkið það lika og þú heilu að höldnu á áfangastað.

Þá langar mig að kynna fyrir ykkur Íslenskar umferðarvenjur. Þegar þú ert kominn út á götu þá er mikilvægt að þú fylgir umferðarreglum og sért íslenskum bílstjórunum fyrirmynd. Þegar þú kemur að gatnamótum skalt þú stöðva hjólið fyrir framan stöðvunarlínu og virða umferðarljós. Gallinn er hins vegar sá að vegna sparnaðar og skammsýni eru engin umferðarljós á Íslandi með skynjara sem skynja hjólreiðamenn.  Þess vegna verðum við að bíða eftir næsta bíl svo við fáum grænt. Á næturna þegar umferð er svo litil að eingan bíl er að hafa þá……mundu að mörg ljósana eru tímastillt en þetta er eitthvað sem verður bara að læra á.

Ef þú ert að taka hægri beygju við gatnamót skalt þú ekki stöðva fyrir aftan stöðvunarlínu heldur fyrir framan gangbraut (ef hún er þá nokkuð merkt) því ef þú ætlar að stöðva farartækið fyrir aftan stöðvunarlínu ert þú nær undantekningarlaust á miðri gangbraut. Á þessum stöðum brjóta umferðamerkingar yfirleitt í bága við eðlileg umferðarlög, líklega vegna þess að gangandi umferð telst ekki til umferðar ef hún hefur truflandi áhrif á  akandi umferð.

Þegar þú hjólar eftir umferðarþungum götum þá eru það yfirleitt götur með mörgum akreinum, því skalt þú gefa sjálfum þér þokkalegt svigrúm frá vegbrún s.s. 0,5 –1,0m. Vertu samt viss um að þú tefjir ekki almenna umferð og taktu tillit til hennar svo bílar geti farið fram úr þér. Ef um er að ræða akbraut með tveimur eða fleiri akbrautum er gott að vera nálægt miðju hjólfari næst vegbrún. Ef vegbrúnin hefur steyptan kant skalt þú fara lengra frá vegbrúnini. Þetta stafar af því að margir bílstjórar beinlínis hata hjólreiðamenn á akvegum og því miður eru þess mörg dæmi að þeir keyri upp að hlið hjólreiðamanns og þvingi þá út af veginum sem oft hefur endað illa. Því þarft þú að hafa nægilegt svigrúm til að hörfa og hemla til þess að þessir hættulegu ökumenn missi af þér. Þú getur lika rennt hjólinu út á vegöxlina ef vegkantar eru ekki til staðar. Sumir eiga það til að sýna þér styptan hnefa og skipa þér að fara upp á gagstéttina með öskrum. Oftar en ekki eru þetta atvinnubílstjórar (reynsla undirritaðs) sem telja sig eiga göturnar og eiga þann vafasama heiður skilið að vera sjálfskipaðir menningarfulltrúar íslenkrarar umferðarmenningar. Svo er það annað að ef þú hjólar alveg í kantsteininum þá er líklegt að hinn almenni bílstjóri verði ekki var við þig þegar þeir aka fram úr þér og svíni svo óviljandi beint í veg fyrir þig á næstu beygju. Svo eru það þeir sem  sjá þig á vegbrúninni en að sama skapi horfinn úr minni þeirra þegar þú hvefur sjónum úr framrúðuni. Það er afskaplega ólíklegt að bíll aki einfaldlega yfir hjólreiðamann ef hann sést sem næst fyrir miðri framrúðu. Jafnvel illadópaður einstaklingur, sem eflaust eru margir í umferðini, myndi ekki gera það þó alltaf geti orði slysin.

Fyrir utan Ísland  er í flestum nágrannalöndum okkar gert ráð fyrir hjólreiðabrautum. Oftar en ekki er hjólabrautum fléttað saman við akandi umferð og hafa reiðhjólin forgang fram yfir akandi enda í eðli sýnu skynsamlegt. Aldrei þessu vant er ekkert sem bendir til þess að við ætlum að apa þá góðu reglur eftir öðrum þjóðum. Þannig er því háttað víðast hvar annars staðar þegar þú kemur hjólandi að gatnamótum á hjólreiðastíg að þú mátt fara fam fyrir bílaröðina. Auðvitað hefur maður gert það hér á landi enda mikið rými á akbrautum. Hins vegar er ekki sniðugt að ana fram fyrir íslenska bílstjóra. Það er ekki nóg með að sumir þeirra æsi sig yfir því að þú skulir vera á götuni heldur fórstu líka fram fyrir þá og það þýðir aðeins eitt, þeir ætla að komast fram úr þér aftur hvað sem það kostar. Ef þú ferð fram fyrir alla bílana vill það oft enda í einhverri spyrnukeppni þar sem allir virðast ætla fram úr þér á sama tíma og það með látum. Til að forðast fífldjarfar sýningar ökumanna, þá skalt þú ekki fara lengra en fram fyrir næstfremsta bíl og helst aftar svo fremsti bílsjóri verði ekki var við þig. Það leiðir til þess að ökumaður fremsta bíls heldur ró sinni og ekur rólega af stað og heldur aftur af þeim bílum sem á eftir þér koma. Þannig verður allt andrúmsloft rólegra og minna um adrenalín sem flæðir um æðar vegfarenda.

Þú þarft alltaf að vera með fullri meðvitund þegar þú er á akbrautum. Veru óspar á því að fylgjast með bílum allt í kringum þig sem þýðir að höfuðið þarf að vera nokkuð liðugt á bolnum og auðvitað geta baksýnisspeiglar hjálpað til. Láttu það ekki koma þér í uppnám þegar bílar renna ótrúlega nærri þér, vertu bara afslappaður og hafðu athyglina á vegkantinum fyrir framan þig. Ekki hika við að rétta út hendi til að gefa stefnuljós og þar geta hjólreiðamenn verið fyrirmynd í umferðini því íslenskir ökumenn gefa sjaldnast stefnuljós sjálfir. Segja má að aðeins helmingur þeirra noti stefnuljós og helmingur af þeim gefa merki of seint sem þýðir að aðeins 25% kunna að notar stefnuljós. Ekki treysta því heldur þó gefin séu stefnuljós, notaðu eyrun og fylgstu með hreyfingum bílsins og höfuðhreyfingum bílstjóra. Það gefur oft bestu innsýn í það hvað ökumenn ætla að gera.

 Hér hefur aðeins verið minnst á helstu hætturnar í umferðinni. Þær eru fleyri og það má finna á vefsíðum eins og http://bicyclesafe.com. Líka má minnast á bækling sem vegagerð Pennsilvaniu hefur gefið út. Þann bækling má finna á vefsíðu Landssamtaka hjólreiðamanna http://islandia.is/lhm undir liðnum “Greinasafn” .

Þar sem ég er nú að fjalla um málefni sem tengist umferð verð ég að mynnast á tvær ótrúlegar uppákomur sem ég hef lent í. Eitt sinn sem oftar svínar bíll nokkuð harkalega í veg fyrir mig  þar sem hann er að koma af bílastæði. Hann drollaði um stund fyrir framan mig svo ég ákvað að fara framm úr honum. Gekk það nokkuð greitt fyrir sig svo að ég taldi mig vera komin langt fram fyrir hann þegar ég ætla að fara aftur inn á hægri veghelmingin. Þá gerðist það að bíllinn hafði skyndilega aukið hraðan og keyrði á mig með þeim afleiðingum að mér með hjólið milli fótana var skóflað upp á vélarhlíf bílsins með miklum látum. Ekki man ég hvernig ég hékk þar en mannræfillinn keyrði mig nokkra tugi metra að næstu gatnamótum þar sem ég rann af vélarhlífinni, á bæði hjólin og í rétta aksturstefnu. Mér var þá litið á fólkið í bílnum sem voru karl og kona á háum aldri. Konan virtist í þann mund vera fá taugaáfall en bílstjóraóféttið var greinilega alveg svipbryggðalaus og virtist aldrey hafa tekið eftir því sem hann sá um framrúðuna. Ég hélt mína leið eftir að hafa hvatt með tilheyrandi augnarráði.

Hitt atvikið sem ég vill minnast á gerðist við gatnamót þar sem ég stöðvaði hjólið aftan við stöðvunarlínu og beið eftir grænu ljósi. Skyndilega finn ég að mér er ýtt nokkuð ákveðið yfir stöðvunarlínuna og áfram út á götu. Stökk ég þá af hjólinu þar sem ég fann lika að gjörðin var að bogna undir hjólinu. Var þar þá komin bíll með öldruðum bílstjóra sem lét mig vita það að ég ætti ekki að vera þvælast fyrir honum!  Hvaða íslendingur kannast svo sem ekki við þetta; “Hér er ég og minn bíll, farðu burt”  Þessi lét sér ekki nægja að hugsa það, hann framkvæmdi það lika

Því miður er það stafna stjórnvalda að sem flestir noti bíla hvort sem þeir hafa getu til þess eða ekki. Því er ekkert eftirlit haft með því hvort einstaklingar hafir andlega getu til að aka bíl eða ekki. Burt séð frá því þá er það sá veruleiki sem hjólreiðafólk verður að þola á meðan okkar aumu þingmenn geta ekki sæst á aðskilja samgöngukerfi fyrir allar gerðir samgangna.

Magnús Bergsson

Birtist fyrst í fréttabréfi Íslenska fjallahjólaklúbbsin Hjólhestinum 2 tbl. 10 árg. (haustið 2001)