Síðasta laugardagsferðin fyrir jól

Síðasta laugardagsferðin frá Hlemmi fyrir jól var farinn laugardaginn 30. nóvember. Ferðirnar hafa gengið vel í haust sem endranær og aðsóknin verið ágæt. Fjöldi í ferð hefur verið frá tvemur upp í 15 og eru það þægilegir hópar. Elsti þáttakandinn var rúmlega sjötugur og sá yngsti 9 ára. Vegalengdir og leiðir hafa verið miðaðar við getu þátttakenda. Lengst var farið rúmlega 30 km hringur til Hafnarfjarðar en styst um 10 km.

Flestar ferðirnar hafa endað á kaffihúsi eða bakaríi. Veður hefur verið vandræðalítið og ekki komið nein meiriháttar ófærð eða frost. Upplýsingar um ferðirnar hafa verið birtar á Facebook síðu LHM. Næsta ferð eftir jól verður farin 4. janúar á næsta ári.

Í desember má benda á ferðir hjólaræktar Útivistar, sem eru farnar frá Toppstöðinni í Elliðaárdal kl. 10. Tvær ferðir eru auglýstar í desember hjá Útivist, þann 14. og 28. en rétt að skoða heimasíðuna hjá þeim ef ferð skyldi falla niður.