Stutt um Hjólafærni

Hjólafærni – hvað er nú það?  Hjólafærni er skilgreind sem hugmyndafræði, þjálfun og umferðarfræðsla fyrir alla sem stýra reiðhjólum, allt frá 7 ára aldri og uppúr.

 

Við miðum við þrjú þrep í Hjólafærni
1. Að læra að stjórna hjólinu.
2. Eldri en 9 ára geta nýtt sér markvissa kennslu á hjól og umferðina.
3. Frá 15 ára aldri: að hjóla af öryggi við flestar aðstæður sem umferðin býður upp á.

Hjólreiðar lengja lífið!

Það er ánægjuleg staðreynd að með því að nota reiðhjól til samgangna að staðaldri er fjárfest í lengra og heilnæmara lífi, samkvæmt fjölda rannsókna. Hjólreiðar eru mjög holl hreyfing. Reiðhjólið er eina ökutækið fyrir einstaklinga sem maður getur með nokkru móti sagt að samrýmist sjálfbærri þróun á heimsvísu.

Samgönguhjólreiðar?

Já, hjólið er fyrirmyndar samgöngutæki. Hjólreiðamenn geta samlagast umferðinni, tamið sér að hræðast hana ekki né forðast. Þeir bregðast með virkum hætti við þeim aðstæðum sem upp koma á þann hátt sem er öruggastur og auðveldastur í umferðinni.