Kvöldferð með ráðstefnugesti Hjólum til framtíðar 2014

Föstudaginn 19. september 2014 var haldin fjórða ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar, en sú fyrsta var haldin í samgönguviku 2011. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við fjölmarga aðila.

Sú hefð hefur skapast að hjóla stutta kvöldferð með ráðstefnugestum kvöldið fyrir ráðstefnu og gefa þeim smá nasasjón af aðstæðum til hjólreiða í borginni líkt og sést hér.
Nánar um ráðstefnuna hér: http://www.lhm.is/lhm/2014-okkar-vegi...
Myndataka og klipping: Páll Guðjónsson
Tónlist: BistroBoy - http://bistroboy.net/

Til baka á dagskrá ráðstefnu

Pétur Gunnarsson rithöfundur

Pétur Gunnarsson fæddist 15. júní 1947 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 hélt hann utan til náms í Frakklandi og lauk Meistaraprófi í heimspeki (maitrise) frá Université d Aix-Marseille árið 1975.

Pétur Gunnarsson hefur samið skáldsögur, leikrit, ljóð og þýtt fjölda verka.

Til baka á dagskrá ráðstefnu

Taco Anema frá Hollandi, frumkvöðull í hönnun og framleiðslu rafmagnshjóla

Why the e-bike in Europe and particular in the Netherlands is growing in popularity very fast. Over 50% of the bike sales value is already electric! What does this mean for the future of the bike and how can we make sure it will be a safe, fun and sustainable urban commuting option in this new era.

Prensentation slides: PDF

Til baka á dagskrá ráðstefnu

Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi

Sesselja Traustadóttir er framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi og er ritstjóri kortaútgáfunnar. Hún er grunnskólakennari að mennt með diplóma í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands.

Hjólafærni á Íslandi hefur árið 2013 og 2014 gefið út kortið Cycling Iceland og Public transport. Á Cycling Iceland kortinu er samantekt á aðstæðum í umferðinni, undirlag vega, umferðarþungi, vöð og gistiaðstaða í landinu sett fram skýran hátt. Public transport sýnir á táknrænni mynd, hvernig hægt er að ferðast um landið og nota almenningssamgöngur.

Glærur: PDF

Til baka á dagskrá ráðstefnu