Hjólað í skólann í FÁ

Heiða Björk Sturludóttir, kennari Fjölbrautaskólanum við Ármúla

Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hefur verið boðið uppá áfangann ÍÞR131-Hjólum í skólann frá árinu 2007. Markmiðið með þessum áfanga var og er að minnka mengun í borginni, auka á útivist nemenda, auka fjölbreytni í framboði á íþrótta áföngum og ekki síst bæta heilsu nemenda og námsgetu þeirra með hressandi útivist í upphafi og lok skóladags. Aðsókn að áfanganum hefur aukist jafnt og þétt og í haust var tekin upp sú nýbreytni að bjóða gangandi nemendum einnig að taka þátt í þessum áfanga.

Til baka á dagskrá ráðstefnu.