Málþing Skipulagsfræðingafélags Íslands

Skipulagsfræðingafélag Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneyti og Vegagerðina hélt málþing fimmtudaginn 22.mars sem bar yfirskriftina Snúast samgöngur aðeins um kostnað? 

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti málþingið og flutti ávarp. Tilgangur málþingsins var að fjalla um samspil skipulags og áhrif þess á samgöngukerfið og raunar allt samfélagið, svo sem byggðaþróun, borgarmynstur búsetu, umhverfismál og fleira. Sérfræðingar á sviði skipulags, arkitektúrs, fjármála og samgöngumála fjölluðu um þá ólíku þætti sem liggja til grundvallar þegar skipulag og samgöngur eru annars vegar.

Sagt er frá málþinginu á vef Skipulagsfræðingafélagsins. Þar eru líka glærur úr fyrirlestrum fyrirlesara.

Fulltrúar LHM sátu málþingið sem var hið áhugaverðasta. Erindin bæði fróðleg og skemmtileg.