Sjálfbær þróun - ný skýrsla

skipul_hovudborg-sjalfb_throun-samg-afangask_okt2010Á heimasíðu Vegagerðarinnar er nú að finna áfangaskýrsluna "Skipulag á höfuðborgarsvæðinu - sjálfbær þróun í samgöngum".  Skýrslan er unnin af þeim Hörpu Stefánsdóttir og Hildigunni Haraldsdóttir arkitektum faí.

Skýrsla þessi er annar hluti rannsóknarverkefnisins “Skipulag á höfuðborgarsvæðinu, sjálfbær þróun í samgöngum” sem styrkt er af Vegagerðinni og er unnin af teiknistofunum Arkitektúra og Hús og skipulag. Hún fjallar um samgöngur hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda, en vorið 2010 birtist fyrsti hluti í skýrslu þar sem fjallað er um almenningssamgöngur. Verkefni þetta er hluti verkefnisins Betri borgarbragur, sem er rannsóknarverkefni um sjálfbærni í skipulagi. Það verkefni hlaut öndvegisstyrk frá tækniþróunarsjóði (RANNÍS) og að því standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands og arkitektastofurnar Gláma-Kím, Tröð, Kanon, Ask, Hús og skipulag og Arkitektúra.

Í skýrslunni er farið yfir helstu markmið og leiðir varðandi gangandi og hjólandi samgöngur í skipulagsgögnum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og öðru útgefnu efni tengdu skipulagi sveitarfélaganna. Mótuð eru markmið varðandi megin samgönguæðar fyrir hjólandi og gangandi umferð og gerð er tillaga að megin stígakerfi höfuðborgarsvæðisins.

Skýrsluna má lesa hér:

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Skipul_houdborg-sjalfb_throun-samg_okt2010/$file/Skipul_hovudborg-sjalfb_throun-samg-afangask_okt2010.pdf