Að banna hjólreiðar fáranlegt

Don't tread on me. - Af blogsíðu Kára Harðarsonar:

Ingi Þór Einarsson hjólreiðamaður sendi þessa fyrirspurn til vegagerðarinnar vegna þess að hann komst ekki leiðar sinnar:

 

 Ég hjóla reglulega milla Voga og Keflavíkur. Þó ekki sé þægilegt að hjóla Reykjanesbrautina er hún á flestum stöðum með góða vegaöxl. Nú er hinsvegar bannað að hjóla í gegnum nýja umferðamannavirkið (mislægu gatnamótin) sem tengja Voga við Reykjanesbrautina. 
 Á að banna hjólreiðar á Reykjanesbrautinni? Ef svo hvernig eigum við sem notum hjólið (auk allra ferðamannanna) að komast á milli.  Ef ekki, hvernig á ég þá að koma mér upp á Reykjanesbrautina þegar ég kem úr Vogunum? 

 

Hér er svarið sem hann fékk frá Magnúsi Einarssyni deildarstjóra þar:

Við hönnun Reykjanesbrautar er gengið út frá því að hjólreiðar verði bannaðar á nýrri breikkaðri Reykjanesbraut enda fari hjólreiðar ekki saman við þunga og hraða umferð.
Í hönnun verksins er gert ráð fyrir að það verði farið í nauðsynlegar ráðstafanir til að unnt sé að beina hjólreiðaumferð um gamla Keflavíkurveginn og Vatnsleysustrandaveg.  Vegagerðin hefur verið í samvinnu við sveitarfélögin á þessu svæði og hafa farið fram umræður hvernig á að útfæra hugmyndina, en samkvæmt lögum þá er skipulag og göngustígar á forræði sveitarfélaga.

 

Mér líst ekkert á þetta.  Í fyrsta lagi er Ingi Þór að rekast á skilti þar sem honum er bannað að hjóla án þess að fá neina aðra leið í staðinn.  Það er dónaskapur.  Hann þurfti að spyrja hvað gengi á?

Svo fær hann svar um að það eigi einhvern tímann að lagfæra úr sér genginn malarstíg til að hjólreiðafólk neyðist til að fara fáfarnar malarslóðir, ekki hluti af vegakerfinu.  Fyrst þurfi fullt af fólki sem mun ekki hafa samráð við hjólafólk samt að hittast og ræða málin og þangað til verður hjólafólk strandaglópa.

Svona vinnubrögð verða að vera algerlega bönnuð.  Vegir sem eru eingöngu hannaðir fyrir bíla eru nýlunda hér á landi og þeir eru ekkert sjálfsagt fyrirbæri..  Hjólreiðamenn eru ekki 2.flokks fólk og það má ekki loka vegum á hjólreiðamenn án þess að bjóða upp á aðra leið í staðinn sem er hluti af einhverju vegakerfi en ekki bara slóði sem á eftir að teikna, byrjar hvergi og endar hvergi.

Þetta minnir mig á þegar indjanarnir voru reknir frá heimkynnum sínum í Florida til auðnanna í norðri sem þeim var sagt að væru frábærar en voru það ekki. Hjólreiðafólk verður að taka svona slagi núna eða sætta sig við að hjólreiðar endi sem útivistarskemmtun.  Ef menn segja að það sé sjálfsagt að banna hjólafólki aðgang að "alvöru vegum"  vil ég benda á að í bílalandinu Bandaríkjunum er oft leyfilegt að hjóla í öxlinni á hraðbrautum og eru þá jafnvel sérmerkingar fyrir hjólamenn þar.

Ég legg til að hjólreiðar verði leyfðar á vegöxl Reykjanessbrautar þangað til Vegagerðin treystir sér til að lokka hjólreiðafólk af brautinni með einhverju betra, ekki að loka fyrst á hjólafólki en koma svo með óljós loforð um "Pie in the sky". {jathumbnail off}

u798_450.jpg

 Bandaríkjamenn notuðu þennan fána þegar þeir börðust fyrst gegn Bretum.  Hjólafólk ætti kanski að fara að nota hann.

Lesið blog Kára Harðarssonar: Að banna hjólreiðar eftir Reykjanesbraut nær engri átt