Þráinn Hauksson - Hjólað í fallegu og öruggu umhverfi

Þráinn Hauksson

Þráinn Hauksson landslagsarkitekt er einn eigenda teiknistofunnar Landslags ehf.

Hann hefur unnið sem sjálfstætt starfandi landslagsarkitekt við skipulag og hönnun allan starfsferilinn eða í rúmlega 30 ár.

Verkefnin eru af breiðum toga, og sem dæmi má nefna þátttöku í svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2040, skipulag og hönnun ferðamannastaða og hönnun samgöngustíga.

Erindið heitir: „Hjólað í fallegu og öruggu umhverfi“

Farið verður yfir nokkur dæmi um hönnun hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu.