Reiðhjólið - þarfasti þjónninn; Endurhæfing og leitartækni

Sif Gylfadóttir

er sjúkraþjálfari, sérfræðingur í meðferð fólks með miðtaugakerfisskaða og/eða einkenni frá taugakerfinu. Hún er sviðstjóri sjúkraþjálfara á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar. Hún er meðlimur í Hjálparsveit skáta í Garðabæ og starfandi í sérhæfðum Leitartæknihóp. Hún hefur ástríðu fyrir hjólreiðum, hjólar sjálf allt árið um kring í samfélaginu og á fjöllum, tekur þátt í keppnum og nýtir reiðhjól í meðferð á Reykjalundi og í Hjálparsveitarstarfi.