Umsögn LHM vegna frumvarps til laga um náttúruvernd

Þrátt fyrir að LHM hafi verið ósátt við nokkur atriði í frumvarpi þáverandi umhverfisráðherra til nýrra Náttúruverndarlaga nú í vor, þá tókst að sníða suma af agnúunum af í meðferð þingsins. Hins vegar vegur sú réttarbót, sem fólst í styrkingu almannaréttarins, það mikið að samtökin telja óráð að afnema lögin í heild sinni, heldur þarf eingöngu að færa 19. grein (umferð hjólreiðamanna) í fyrra horf með því að fella 2. mgr. 19. gr. niður. Í raun gangi núverandi lög, ef eitthvað er, óþarflega skammt þegar kemur að almannaréttinum, en góður og skýr almannaréttur á að geta forðað okkur frá umræðu um það hverjir séu verðugir þess að eiga land á Íslandi, og hverjir ekki.
Vilji menn hins vegar ganga lengra í þeim málum, eru núverandi lög mun betri grunnur til að byggja á en eldri lögin.
LHM leggjast því gegn frumvarpinu.

Umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna vegna frumvarps til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál.