Hjóla- og göngustígur yfir Elliðárdal - Umsögn LHM

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar óskaði í bréfi eftir umsögn LHM um tillögu að hjóla- og göngustíg með brúm yfir Elliðaárnar. Stígurinn nær frá nýja hringtorginu við syðri undirgöngin undir Reykjanesbraut í Elliðárdal, yfir "Eyjuna", að gömlu rafstöðinni við Rafstöðvarveg.

Lógo ReykjavíkurÍ umsögn LHM er lýst yfir ánægju með framkomnar tillögur því lega stígsins samræmist tillögum LHM um stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Leiðin yfir Elliðaárnar á þessum stað er þar hluti af stígum um Elliðárdalinn sem liggja áfram upp eftir Rafstöðvarvegi og upp í Ártún, Árbæ, Selás og Norðlingaholt.

Athugasemdir LHM sneru eingöngu að hönnun stígsins og notkun hringtorga og áningarstaða. Notkun hringtorga var rædd nokkuð og reynt að finna dæmi um notkun þeirra og útfærslur erlendis. Einnig var bent á mögulegar tengingar í kringum þennan stíg. Skoða má umsögnina í bréfi samtakanna.

Upplýsingar um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á umsögn LHM hafa ekki borist.

Bréf Reykjavíkurborgar.

Uppdrættir:

Umsögn LHM.