Merkingar lykilleiða á höfuðborgarsvæðinu

Þorsteinn R. Hermannsson

Samgönguverkfræðingur M.Sc. Samgöngustjóri Reykjavíkur frá vori 2016, ráðgjafi hjá Mannviti verkfræðistofu fram að því.

 

Kynning á erindi

Ein af þeim aðgerðum sem lögð er áhersla á í Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020 eru betri leiðarvísar á hjólaleiðum. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er einnig lögð áhersla á að sveitarfélögin á svæðinu samræmi merkingar á lykilleiðum hjólreiða sem tengja sveitarfélögin.

Starfshópur sveitarfélaganna, með aðstoð ráðgjafa og Vegagerðarinnar, hefur nú ákveðið hvaða hjólaleiðir á að merkja með samræmdum hætti, hannað kerfi merkinga að erlendri fyrirmynd og gefið út leiðbeiningar um merkingar lykilleiða fyrir tæknimenn sveitarfélaga og hönnuði.

Unnið er að nánara skipulagi skilta á lykilleiðum innan Reykjavíkur og vonast er til að þau verði sett upp árið 2017. Sjá kort PDF.

 
merktar hjólaleiðir