Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Blue Lagoon Challenge 2015

Hin sívinsæla hjólreiðakeppni Bláalónsþrautin var haldin í 20. sinn um síðustu helgi yfir 600 keppendur hjóluðu 60 kílómetra langa leið frá Ásvöllum í Hafnarfirði alla leið í Bláa Lónið.

Keppnin var gríðarlega sterk í ár og var það daninn Sören Nissen sem sigraði á nýju brautarmeti. Harður endasprettur var á milli annars og þriðja sætis og var það Ingvar Ómarsson sem kom á undan þýska atvinnumanninum Louis Wolfe. María Ögn Guðmundsdóttir sigraði kvennaflokkinn og bætti sitt eigið brautarmen um tæpar 5 mínútur.

Við fylgdumst með stemningunni við endamarkið og heyrðum í sigurvegurum.

Hálshnjúkur Downhill

Myndband á YouTube: Hermann Þór Hauksson

Hjólað niður gönguleið á Hálshnjúk að Vöglum ofan Vaglaskógar í Fnjóskadal 17. ágúst 2014.
400 m lækkun á 1,9 km.
GPS slóð: http://is.wikiloc.com/wikiloc/view.do...

Downhill mountain bike ride from the mountain Hálshnjúkur to Vaglir, above the forest Vaglaskógur in Fnjóskadalur valley, Iceland, August 17 2014.
400 m descent, in a 1.9 km long track.
GPS trail: http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.d...

Mongoose Boot'r Foreman 2011
GoPro HERO3+ Black Edition (1920x1080p, 60fps, SuperView)

The Blue Lagoon Challenge 2014

Hafsteinn Ægir Geirsson og María Ögn Guðmundsdóttir sigruðu í The Bluelagoon Challenge 2014

Frábær stemning var í The Blue Lagoon Challenge fjallahjólakeppninni sem fór fram í dag í 19. skipti. Veðrið lék við keppendur á Suðurnesjum í dag en hjólað var frá Hafnar­f­irði um Krýsu­vík­ur­veg, inn Djúpa­vatns­leið, vest­ur Suður­strand­ar­veg og endað við Bláa lónið. Nýtt þátttakendamet var slegið er ríflega 600 keppendur fóru leiðina í dag sem er um 60 kílómetrar. Fjölmargir útlendingar lögðu leið sína til Íslands til að taka þátt í keppninni.

Aðstæður til keppni voru frábærar og lék veðrið við keppendur, hægur vindur og bjartviðri. Aðstæður í keppnisbrautinni voru góðar. Djúpavatnsleið var þó nokkuð grýtt á köflum en keppt var í rallý á veginum í morgun og reyndust sumar lausgrýttar brekkurnar mörgum keppendum erfiðar.

Keppnin gekk að langmestu leyti slysalaust fyrir sig þó var eitt viðbeinsbrot og nokkrir komu skrámaðir í mark.

Sigurvegari í karlaflokka var Hafsteinn Ægir Geirsson eftir harða baráttu við bræðurna Óskar og Ingvar Ómarssyni.
Í kvennaflokki sigraði María Ögn Guðmundsdóttir örugglega en Margrét Pálsdóttir og Kristrún Lilja Júlíusóttir böruðust um annað sætið, Margrét hafði betur.
Sú nýbreytni var í ár að halda keppnina síðdegis á laugardegi. Með því móti hafa keppendur Bláa lónið nánast útaf fyrir sig í lok keppninnar og myndaðist frábær stemning við verðlaunaafhendingu.

Nánari upplýsingar um keppnina á hfr.is og www.bluelagoonchallenge.com

The Blue Lagoon Challenge 2013

Veðrið var nokkuð gott í byrjun dags en þó var ljóst að einhver bleyta yrði á leiðinni og jafnvel rigning meðan á keppni stóð.
Strax við byrjun skráningar stefndi í góða mætingu og enn eitt árið var slegið þátttökumet, en 536 keppendur voru skráðir og þar með lang stærsta hjólamót sem haldið hefur verið á Íslandi.

Nánari upplýsingar um keppnina á hfr.is og www.bluelagoonchallenge.com

 

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum