Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Flokkur: Efling

Derhúfur og fransbrauð

Hjólamenningin blómstar um allan heim og allskyns hjólahátíðir eru haldnar. Í maí héldu frakkar sjöttu Ride Beret Baguette hátíðina sem stóð yfir í tvo daga og eitthvað um þúsund manns tóku þátt. Kannski má útleggja þetta Derhúfur og fransbrauð - hvað er franskara en það?

Í ár var þema: Sumarfrí 1936 og klæddust þáttakendur í þeim anda og gleðin var við völd eins og sjá má á þessu skemmtilega myndbandi:

.

RBB Ride Béret Baguette 2014 from Benjamin Donadieu on Vimeo.

Hér er heimasíða RBB: http://www.beret-baguette.fr/

Þar má sjá myndir, umfjöllun og myndbönd frá fyrri hjólahátíðum.

 

Flokkur: Efling

Ferðast um landið í strætó með hjól

Strætó hefur nú sett upp hjólagrindur aftan á vagna á langferðaleiðum. Net almenningssamgangna um Ísland er að þéttast og mikil aukning er í notkun strætó milli landshluta, enda sjá margir sér hag í að spara eldsneytiskostnað með fjölbreyttari ferðamáta.

Flokkur: Efling

Reifreið á menningarnótt?

Það skapast oft mikil og góð hjólamenning í borgum þar sem gott er að hjóla eins og sannaðist í Vancouver um síðustu helgi. Þá var haldið hið árlega Bikerave þar sem þúsundir söfnuðust saman á hjólunum sínum, skrautlega klætt og með enn skrautlegri hjól. Allir voru hvattir til að hlaða ljósum á hjólin sín, glóstautar, hjólaljós og hvaðeina sem blikkaði og glansaði og þarna fengu handlagnir einstakt tækifæri til að sýna færni sýna í ljósahönnun.

Flokkur: Efling

Hjóladagur í Breiðholti laugardaginn 7. sept.

Hjóladagur í Breiðholti verður haldinn laugardaginn 7. september nk. Fólk á öllum aldri er hvatt til að fjölmenna í Breiðholtið með hjólhesta sína og eiga góðan dag. Það eru Íbúasamtökin Betra Breiðholt sem standa fyrir viðburðinum.

Flokkur: Efling

Samgöngusvið auglýsir frelsi

Þessar myndir eru úr skemmtilegri auglýsingaherferð samgöngusviðs Lundúnaborgar, Transport for London. Þær sýna okkur nokkur af þeim ótal mörgu atriðum sem hjólreiðar standa fyrir, s.s. þær gefa okkur frelsi, tækifæri til að eiga tíma með fjölskyldunni, þær eru auðveldar og skemmtilegar.

Flokkur: Efling

Tweed Ride Akureyri 31. ágúst

Árið 2012 var fyrsti Tweed Ride viðburðurinn haldinn í Reykjavík. Forskriftin kom frá samskonar viðburði sem haldinn var í London þrem árum fyrr og hefur verið að breiðast út um allan heim. Þessi viðburður átti að gera fólki kleift að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur í skemmtilegri hópreið.  Þátttakendur voru hvattir til að koma í glæsilegum fötum, helst í anda 5. og 6. áratugs síðustu aldar og hjóla saman í rólegheitum, njóta borgarinnar, samverunnar, menningar og fallegs útsýnis.

Flokkur: Efling

Hjólreiðar eru fyrir alla

Systursamtök okkar í Englandi CTC standa fyrir fjölbreittri starfsemi og er eitt verkefnið kennt við Hjólameistara, Cycle Champions. Þar er leitast við að efla heilsu og hreysti þjóðarinnar meðal annars með því að kynna hjólreiðar fyrir hópum sem býr við ýmiskonar fötlun og hefur farið á mis við heilsuávinning hjólreiða og þá gleði sem þær færa fólki.

Hér er myndband sem sýnir hóp keppa á alls kyns hjólum sem henta fötlun hvers og eins og ánægjan skín af hverju andliti.