Nýtt tímarit um rafmagnsreiðhjól

Velovision tímaritiðVinsældir rafmagnsreiðhjóla fer sívaxandi og mörg slik eru komin á götur og stíga á Íslandi.

Eitt af betri hjólatímaritinum er Velovison sem er gefið út í Bretlandi. Það er jafnan með nýjar fréttir af hjólabúnaði og með góðar úttektargreinar um reiðhjól, sem eru ekki litaðar af sölumennsku. Það fjallar líka mikið um HPV (human powered vehicles) og recumbent (liggjandi eða rekka) hjól.

Peter Eland ritstjóri þess hefur nú hafið útgáfu á nýju tímariti um rafmagnsreiðhjól, Electric bike magazine. Fyrstu eintökin eru ókeypis á netinu sem pdf og til skoðunar á issuu.com, þar sem Hjólhestarnir hinir stilltu tímaritsfákar Íslenska fjallahjólaklúbbsins bíða líka eftir lesendum sínum.

Elbikemynd