Safn fróðlegra eða athyglisverðra greina og frétta af netinu innlendis sem erlendis.

Flokkur: Samgöngumál

Styrkja starfsfólk til að skilja bílinn eftir heima

mbl-111212b
  • Æ algengara að fyrirtæki geri samgöngusamninga við starfsfólk sitt Starfsfólkið skuldbindur sig til að hvíla einkabílinn og þess í stað hjóla, ganga eða taka strætó
  • Fær í staðinn mánaðarlegar greiðslur frá launagreiðandaMörg fyrirtæki átta sig á ávinningi þess að sem flestir gangi, hjóli eða taki strætó í vinnuna og hafa komið upp búningsklefum og sturtum.
  • Mörg fyrirtæki átta sig á ávinningi þess að sem flestir gangi, hjóli eða taki strætó í vinnuna og hafa komið upp búningsklefum og sturtum.
Flokkur: Samgöngumál

Nýr göngustígur í Garðahrauni

GardahraunsstigurNýlagður göngustígur í Garðahrauni opnar leið fólks uppí Urriðaholt, þar með talið í Kauptúnið og í Heiðmörkina. Göngustígurinn er malbikaður og með lýsingu.

Flokkur: Samgöngumál

Göngustígar meðfram Grindavíkurvegi

Hjólað í Grindavík. mbl.is/RaxSkipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur leggur til að gerð verði verkáætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastíga meðfram Grindavíkurveginum, að Reykjanesbraut. Vilhjálmur Árnason, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, lagði fyrir nefndin drög og var samþykkt að leggja til við bæjarráð að gerð verði áætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastíga. Í tillögunni felst að samráð verði haft við hagsmunaaðila innan ferðaþjónustunnar og síðan leitað samstarfs við Vegagerðina um lagningu stíganna. Nefndin leggur til að notast verði við vegstæði gamla Grindavíkurvegarins, þar sem því verður við komið.

Flokkur: Samgöngumál

Fleiri reiðhjól í Reykjavík

mbl111114bNýleg könnun í Reykjavík sýnir aukinn fjölda hjólreiðamanna í umferðinni
Borgin taldi yfir 3.500 hjól í haust

Talning á bílum og hjólum í umferðinni í Reykjavík í haust leiddi í ljós að hlutfall þeirra sem ferðast á reiðhjólum í stað bíla hefur meira en tvöfaldast, eða farið úr 0,49% í 1,26%, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu umhverfis- og samgöngusviðs. Árið 2009 voru talin 1.432 hjól en 3.561 árið 2011.

Flokkur: Samgöngumál

Gölluð gatnamót auka hættuna

mbl111114a

Nokkur gatnamót í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu eru óhentug og varasöm fyrir hjólreiðamenn en í mörgum tilvikum væri hægt að laga þau verulega, oft með litlum tilkostnaði. Gallana í hönnun þessara gatnamóta má oftar en ekki rekja til þess að þau voru gerð fyrir bíla og að hluta til fyrir gangandi vegfarendur. Ekkert virðist hafa verið hugsað um að einhverjum kynni að detta í hug að hjóla.

Flokkur: Samgöngumál

Nýr hjólastígur meðfram Vesturlandsvegi

Samgongustigur_Vesturlandsvegur_2011_001-1Föstudaginn 9. september síðastliðinn  var undirritaður samningur Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um gerð hjóla- og göngustígs meðfram Vesturlandsvegi.  Um er að ræða samgöngustíg sem tengja mun núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við við sveitarfélagamörk við Reykjavík.  Möguleikar hjólreiðamanna að komast beina leið milli sveitarfélaganna verða því betri en verið hefur.
Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðaáætlun Kópavogs og athugasemdir

kop-DSC04674Í tilefni evrópskrar samgönguviku opnar Kópavogur nýjan athugasemdavef um hjólastíga í Kópavogi. Sem liður í opinni stjórnsýslu og samvinnu við íbúa bæjarins óskar bærinn nú eftir ábendingum um net hjólastíga sem gerð hefur verið tillaga um. Athugasemdafrestur er til 16. október 2011.

Kópavogur stefnir að því að auka veg hjólreiða sem samgöngumáta í sveitarfélaginu þannig að hjólreiðar séu aðgengilegur, skilvirkur og öruggur ferðamáti í bænum. Mikilvægt er að Kópavogsbúar og þeir sem eiga erindi í Kópavog geti komist leiðar sinnar á hjóli á auðveldan og öruggan hátt.
Flokkur: Samgöngumál

Þýskur stjórnsýsludómstóll fellir dóm um skyldunotkun hjólastiga

Beschilderung0112Þýskur ríkisstjórnsýsludómstóll dæmdi nýlega í máli sem fjallar um hvenær sveitarfélög mega setja upp boðmerki um skyldunotkun hjólastíga.  Dómurinn kveður á um að einungis sé leyfilegt að setja upp slík merki ef óvenju mikil hætta er á ferðinni. Leiðarljósið er að hjólandi eru ökumenn ökutækis og jafngildir bílstjórum með sömu réttindi á götunni.
Flokkur: Samgöngumál

ADFC er á móti skyldunotkun endurskinsvesta

EndurskinsvestiHin Þýsku landssamtök hjólreiðamanna (ADFC) gagnrýna tillögu Evrópuþingmannsins Dieter-Lebrecht Koch um að hjólandi vegfarendum verði gert skylt að klæðast endurskinsvestum. Tillagan er framlag þingmannsins í drögum að stefnu um umferðaröryggi í Evrópu árin 2011-2020. Að skylda notkun endurskinsvesta er ekki líklegt til að bæta öryggi hjólreiðamanna að áliti ADFC.

LHM tekur undir afstöðu ADFC, sem jafnframt er samhljóða afstöðu ECF, samtaka evrópskra hjólreiðafélaga.

Flokkur: Samgöngumál

Fljótari á reiðhjóli en í flugvél

carmageddon-07-16-11-023Það var mikill taugatitringur í bílaborginni Los Angeles þegar loka þurfti hraðbraut 405 meðan endurnýjuð var brú sem lá yfir hana. Það var spáð hamförum í líkingu við þær sem líst er í Biblíunni af úrtölumönnum sem töluðu um carmageddon sem er lagt út frá armageddon eða heimsenda.

Flokkur: Samgöngumál

Svefnfriður á hjólabrautum

maalebil„Það er ekki nóg að leggja fullt af nýjum hjólabrautum ef við höldum þeim sem fyrir eru ekki í góðu standi. Barnið í hjólakerrunni á að geta sofið rólegt á leiðinni og hjólreiðamenn eiga ekki að þurfa að sveigja framhjá holum og misfellum á leiðum sínum“, er haft eftir Andreas Røhl sem stýrir hjólreiðaáætlun Kaupmannahafnar.

Flokkur: Samgöngumál

Net hjólaleiða um Bandaríkin

Ryfull_1308612675USBRSCorridorMapkið hefur verið þurrkað af 30 ára gamalli áætlun um uppbyggingu hjólaleiða um þver og endilöng Bandaríkin.
Á sínum tíma voru aðeins kláraðar tvær leiðir en nú er búið að samþykkja sex nýjar leiðir og 42 ríki hafa lýst yfir stuðningi við áætlunina.

Flokkur: Samgöngumál

Jafnræði samgöngumáta færð í lög

Að skapa rými fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur er lykilatriði þegar kemur að virkum og heilbrigður lífsstíl. Stjórnvöld í Wales hyggjast færa í lög lagaskyldu á sveita- og bæjarstjórnir að leggja til hjólaleiðir og gönguleiðir og viðhalda þeim líkt og verið hefur með götur og vegi. Þetta mun setja Wales í fremstu röð því þetta hefur hvergi verið leitt í lög áður samkvæmt þessari frétt frá Swelsh_cycling_1ustrans. Þetta er árangur fjögurra ára baráttu Cymru deildar Sustrans.

Flokkur: Samgöngumál

Nýjar reglur fyrir hjólreiðamenn

TrafficLights

Borgaryfirvöld í Stokkhólmi ræða nú um hvort heimila eigi hjólreiðamönnum að aka á móti rauðu ljósi og gegn umferð í einstefnugötum. Með þessu á að draga úr umferðarteppum og auðvelda 150.000 hjólreiðamönnum borgarinnar að komast á milli staða. Málið er umdeilt því sumir óttast að öryggi hjólreiðamanna sé teflt í hættu en aðrir benda á að flestir geri þetta hvort eð er og brjóti um leið lögin.

Flokkur: Samgöngumál

Hjólaborgin Reykjavík - Könnun á hjólaleiðum almennings

hjolakonnunTæplega níuhundruð ábendingar bárust í hjólakönnun Reykjavíkurborgar sem opnuð var í tilefni af átakinu „Hjólað í vinnuna“ í maí. 80% þeirra sem tóku þátt telja hjólaleið sína til og frá vinnu eða skóla vera örugga, 7% telja hana óörugga og 13% voru á báðum áttum. 85% svarenda voru karlar og 15 konur, þá voru 65% svarenda á aldursbilinu 25-44 ára.

Flokkur: Samgöngumál

Áratugur aðgerða í umferðaröryggismálum : Fjölgun hjólreiðamanna og bætt aðgengi lykill segir ECF

Í gær var haldið upp á upphaf  Áratugs aðgerða í umferðaröryggismálum, e: Decade of Action for Road Safety.  Engin getur verið ósamála því að það þurfi að gera meir til að draga úr mannfórnum í umferðinni.  En eins og svo oft áður, þá eru menn ekki alveg sammála um leiðirnar.  Evrópusamtök hjólreiðamanna, ECF, eru ánægð með margar af áherslunum sem yfirvöld og bílaklúbbar stinga upp á, en benda á að aukning í hjólreiðum sem kemur í stað ferðalaga á bilum sé ein af betri leiðunum til að draga úr hættu í umferðinni. Samtökin RoadPeace of Road Danger Reduction Forum á Bretlandi ganga lengur og benda á hvernig margt af því sem FIA hefur fengið WHO með í að velja sem lausnir, eru hlutir sem ganga ekki upp.

Flokkur: Samgöngumál

Hávaði frá bílum drepur. Hjólreiðar hluti af lausninni

6f9h3vfACc1ehkjx1TP8jQ9-P9BllJkLENW22zB36ScQÞað hefur lengi verið bent á að umferðarhávaði geti verið mjög heilsuspillandi. Nýlega birtist skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninnar WHO sem bendir til þess að ein milljón líf-ára tapist árlega í Evrópu af völdum umferðarhávaða.

Enn bætist við þá þekkingu sem undirstrikar að hjólreiðar til samgangna séu lausn við margs konar vanda.

Flokkur: Samgöngumál

Edinborg skipuleggur fyrir fólk

edinborgBorgarráð Edinborgar mun að öllum líkindum samþykkja á næstu dögum áætlun um breytingar á miðborginni, gera hana mannvænni og minnka umferð bifreiða. Áætlunin byggir meðal annars á ráðgjöf frá hinum þekktu Gehl Architects sem hafa stuðlað að djörfum breytingum víða, svo sem í stórborgunum Melbourne og New York.

Subcategories

Fréttir, umfjöllun, rannsóknir og fl. tengt  málefnum  hjólandi fólks.

Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.