Göngustígar meðfram Grindavíkurvegi

Hjólað í Grindavík. mbl.is/RaxSkipulags- og umhverfisnefnd Grindavíkur leggur til að gerð verði verkáætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastíga meðfram Grindavíkurveginum, að Reykjanesbraut. Vilhjálmur Árnason, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, lagði fyrir nefndin drög og var samþykkt að leggja til við bæjarráð að gerð verði áætlun um lagningu göngu- og hjólreiðastíga. Í tillögunni felst að samráð verði haft við hagsmunaaðila innan ferðaþjónustunnar og síðan leitað samstarfs við Vegagerðina um lagningu stíganna. Nefndin leggur til að notast verði við vegstæði gamla Grindavíkurvegarins, þar sem því verður við komið.


Uppruni: mbl.is 21. nóvember 2011