Íslenskar fréttir og greinar úr ýmsum áttum.

Flokkur: Íslenskt

Keppt í hlaupum, hjólreiðum og kajakróðri í ævintýrahlaupinu

mbl-100907Keppendur í ævintýrakeppninni sem efnt verður til laugardaginn 2. október þurfa að hlaupa 10 km, hjóla 20 km og róa kajökum 5 km leið. Hlaupaleiðin er ekki merkt heldur er um svokallað rathlaup að ræða en þá reynir á kunnáttu keppenda í að lesa af korti og áttavita. Ekki er upplýst um keppnisleið, sem eykur enn á spennuna. Um liðakeppni er að ræða og eru fjórir í hverju liði.

Aðstandandi keppninnar, sem nefnist Októberspretturinn 2010, er Félag íslenskra ævintýrakeppna. Fyrirmyndin er frá útlöndum en þar taka keppnir frá 12 klukkustundum og upp í tíu daga.

Flokkur: Íslenskt

Annir á verkstæðum

frettabladid-100907aAnnir á reiðhjólaverkstæðum hafa aukist umtalsvert eða um allt að 40 prósent síðustu tvö árin. Þá hefur sala á aukabúnaði, svo sem nagladekkjum og töskum á bögglabera og öðru sem gefur til kynna aukna notkun reiðhjóla, stóraukist.

"Það sem við sjáum í sölu á varahlutum fyrir reiðhjól, sem snúa að sliti reiðhjóla, gefur óyggjandi vísbendingu um að fólk sé að nota hjólin sín meira sem samgöngutæki. Þannig hefur orðið gríðarleg aukning í sölu á þessum standard búnaði sem slitnar á reiðhjólum, tannhjólum og slíku, eða um 30-40 prósent aukning," segir Ragnar Ingólfsson, sölustjóri hjá Erninum. "Við sjáum þetta vel á verkstæðinu sem áður stóð ekki undir sér yfir vetrartímann en er nú fullt allan ársins hring." Mikið er einnig um að fólk sé að ná í gömlu hjólin sín að sögn Ragnars, hjól sem hafa staðið óhreyfð í bílskúrnum lengi og minna um að fólk fái sér nýtt hjól á hverju ári eins og algengt var fyrir hrun. "Enn frekari vísbending um auknar hjólreiðar í borginni er svo að salan í aukabúnaði, nagladekkjum, bögglaberatöskum og slíku, hefur aukist um 30-40 prósent á síðustu tveimur árum."

Flokkur: Íslenskt

Laugavegur göngugata á löngum laugardegi

Vegleg dagskrá verður í miðborg Reykjavíkur núna um helgina. Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða verður haldin á Klambratúni með danssýningum, tónlistaratriðum, skottmarkaði og fleiru. Óvæntir gestir lögreglunnar koma í heimsókn í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg og Brúðubíllinn sýnir leikritið Afmælisveislan í Bakarabrekkunni. Útimarkaðir og tónlistaratriði verða á Lækjartorgi og Hljómalindarreit. 
Flokkur: Íslenskt

Fjallahjólabraut í Kjarnaskógi vígð

fjallahjolabraut_i_kjarnaskogiFjallahjólreiðar er vaxandi íþrótt á Íslandi og er nú komið að því að vígja fyrstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins en hún er í Kjarnaskógi við Akureyri. Á laugardaginn verður brautin vígð formlega og í kjölfarið verður leiðsögn um spennandi og krefjandi fjallahjólaleiðir. Vígslan fer fram við snyrtihúsið Kjarnakot kl. 10.00.

Flokkur: Íslenskt

Suðurgata tekur grænum breytingum

nemahjolandiSuðurgata verður einstefnugata fyrir akandi umferð til suðurs frá Kirkjugarðsstíg að Skothúsvegi en tvístefnugata fyrir hjólandi umferð. Þetta var samþykkti í umhverfis- og samgönguráði í vikunni. „Við vonum að þessi breyting bæti aðstæður fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur,“ segir Karl Sigurðsson formaður ráðsins og að einnig muni um leið draga úr umferðarhraða og hávaða.

Umhverfis- og samgöngusviði var falið að útfæra tillöguna með þeim orðum að hefta ekki gangandi umferð. Hjólandi umferð mun fara af gangstéttum yfir á götuna og veita gangandi um leið betra rými. Gatan er þröng um þessar mundir og vandasöm fyrir strætisvagna. Akstur stórra bifreiða er nú þegar bönnuð til norðurs.  30 km hámarkshraði er á þessum kafla Suðurgötunnar.

Flokkur: Íslenskt

Ég á!

Hjólarein á HverfisgötuFyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum.

Með þessari einföldu og ódýru aðgerð tókst að breyta fremur óhjólavænni umferðargötu í fremur hjólavæna. Þetta sýnir raunar hve litla fyrirhöfn og lítinn kostnað þarf stundum til að laga samgönguæðar gangandi og hjólandi vegfarenda. Ef það væri nú bara jafnódýrt og -fljótlegt að mála sér eins og eina Sundabraut, tvöföldun Suðurlandsvegar eða ný mislæg gatnamót. Mikið væri lífið þá ljúft!

Flokkur: Íslenskt

Stígur frá Bolungarvík í Engidal

BolungarvíkurgöngÍ haust munu 20 kílómetra langir göngu- og hjólastígar tengja Bolungarvík við Engidal í Skutulsfirði.

Framkvæmdum við Óshlíðargöng lýkur brátt og þá mun gamli Óshlíðarvegurinn verða griðland göngugarpa og hjólreiðafólks. Nú standa einnig yfir framkvæmdir við göngustíg milli Hnífsdals og Ísafjarðar og lýkur þeim í næsta mánuði. Þá mun því liggja göngustígur frá Bolungarvík inn í Hnífsdal, þaðan inn á Ísafjörð, inn í Holtahverfi og alla leið inn í Engidal, því vegurinn inn í Engidal er lítið ekinn eftir að fjörðurinn var þveraður fyrir fjórtán árum síðan. Göngustígurinn er því 20 kílómetrar með tiltölulega fáum götum sem fara þarf yfir. Útivistarfólk á Vestfjörðum fagnar þessu.

Flokkur: Íslenskt

Hjólreiðamenn verða að vera sýnilegir

mbl-100817bReiðhjól hafa sama rétt á götum og bílar og ber hjólreiðafólki því að fylgja sömu umferðarreglum. Þeir Einar Magnús Magnússon og Árni Davíðsson þekkja þær vel.

Reiðhjólið nýtur vaxandi vinsælda sem fararskjóti og fer þeim sífellt fjölgandi sem hjóla í og úr vinnu eða nýta sér þennan vist- og heilsuvæna ferðamáta til annarra ferða. Margir bætast t.a.m. í raðir hjólreiðamanna þegar Átakið hjólað í vinnuna stendur yfir og hefur þátttakendum fjölgað ár frá ári sl. sjö ár. Nú síðast tóku 9.411 manns þátt og halda margir þeirra áfram að hjóla, a.m.k. yfir sumartímann, þegar þeir eru einu sinni komnir af stað.