Hjólreiðaeinvígi á Skólavörðustíg

Í Monítor fylgiblaði Morgunblaðsins er sagt frá hjólreiðakeppninni  RIG:Uphill Duel, sem verður haldin neðst á Skólavörðurstíg n.k. föstudag 23. janúar 2014 kl. 19. Rætt er við Óskar og Ingvar Ómarssyni og David Robertson um keppnina í Monitor. LHM hvetur fólk til að fylgjast með spennandi keppni á föstudaginn.

Keppninn er hluti af Reykjavíkurleikunum en þeir eru alþjóðlegt mót þar sem keppt er í ýmsum íþróttagreinum. Þar á meðal er hjólreiðaeinvígið RIG:Uphill Duel. Nánar er sagt frá keppninni á vefnum Hjólamót. Þar segir:

Uphill Duel keppnin verður haldin þann 24. Janúar næst komandi kl 19:00. Þetta er í annað árið sem keppnin er haldin en mjög vel tókst til að halda hana í fyrra.

Keppt er á upphituðum Skólavörðustígnum, keppendur ræsa úr kyrrstöðu neðst á skólavörðu stígnum og keppa tveir og tveir í einu þar sem aðeins sigurvegarinn kemst áfram í næstu umferð.

Í fyrra myndaðist gríðarlega góð stemning bæði meðal keppenda jafnt sem áhorfenda, og ekki skemmdi fyrir góð umfjöllun semkeppnin fékk í helstu fjölmiðlum.

Við hvetjum alla til að taka þátt, keppendur ráða hvernig hjóli þer keppa á, hvort sem það er BMX, fjalalhjól, götuhjól eða fixed-gear. Aðeins 32 keppendur geta tekið þátt í lokakeppninn en ef fleiri en 32 skrá sig þá verður undankeppni dagana fyrir keppni, það verður auglýst síðar ef til þess kemur. Þeir sem náðu 1. til 8. sæti í fyrra eiga öruggt sæti í lokakeppninni.

Fjölmennum á þennan frábæra viðburð, hvort sem keppandi eða áhorfandi, þetta er mikilvægt tækifæri fyrir alla hjólreiðaíþróttina til að vekja athygli á sér.


English

The RIG uphill duel will be held downtown Reykjavik, 24th January.
In the heart of downtown Reykjavik, cyclists will come together in an attempt to settle the fierce debate of which rider and bike combination is the best uphill.
The uphill duel takes place at Skolavordustigur street starting at 19:00 on Friday 24th of January. In Iceland that day marks the beginning of the month Thorri in the old Icelandic calendar.

More information here.

The uphill duel is part of the Reykjavik international games.