Hjólalandsliðið tekur þátt í Smáþjóðaleikunum

Logo leikannaHjólreiðanefnd ÍSÍ valdi landsliðið sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum, sem fram fer 30. maí til 4. júní. Formlegt landslið var síðast sent út til keppni á Smáþjóðaleikana 2005 og þá náðist ágætur árangur. Ætlunin er að gera mun betur núna enda er liðið skipað hjólreiðafólki sem hefur lagt mikið á sig við æfingar í vetur og reyndar í mörg ár.

Liðið er þannig skipað:
Hópstart: Hafsteinn Ægir Geirsson, Pétur Þór Ragnarsson, Árni Már Jónsson, Davíð Þór Sigurðsson og María Ögn Guðmundsdóttir.
Tímakeppni: Hafsteinn Ægir Geirsson, Pétur Þór Ragnarsson, Árni Már Jónsson, Hákon Hrafn Sigurðsson.
Fjallahjól: Kári Brynjólfsson, Helgi Berg Friðþjófsson, Davíð Þór Sigurðsson og María Ögn Guðmundsdóttir.

Liðsstjóri/fararstjóri er öldungurinn í hópnum, Hákon Hrafn Sigurðsson
Landsliðið er því einungis skipað hjólreiðafólki úr HFR fyrir utan Kára en hann var í HFR áður en hann flutti út til Danmerkur þar sem hann hefur æft og keppt með góðum árangri.

Götuhjólamótið fer fram þriðjudaginn 31. maí kl. 14. Karlar hjóla108km og konur 63km.

Tímakeppnin verður 24km og fer fram 2. júní kl. 10.

Fjallahjólamótið verður svo á föstudaginn 3. júní kl. 15 og mun taka 1,5-2 tíma.

Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu leikanna og einnig verða einhverjar fréttir settar inn á vef HFR. Það kostar mikið að senda lið á svona mót og ÍSÍ greiðir aðeins um helming af þeim kostnaði. HFR styrkir sína keppendur myndarlega og Samfélagssjóður Landsvirkjunar styrkir hópinn einnig. Reiðhjólaverslunin Örninn dressar liðið upp í hágæða Bontrager fatnaði. Hjólreiðanefnd ÍSÍ og keppendur þakka þessum aðilum kærlega fyrir stuðninginn.

 


Frétt af vef HFR 26. maí 2011.