Laugavegur göngugata á löngum laugardegi

Vegleg dagskrá verður í miðborg Reykjavíkur núna um helgina. Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða verður haldin á Klambratúni með danssýningum, tónlistaratriðum, skottmarkaði og fleiru. Óvæntir gestir lögreglunnar koma í heimsókn í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg og Brúðubíllinn sýnir leikritið Afmælisveislan í Bakarabrekkunni. Útimarkaðir og tónlistaratriði verða á Lækjartorgi og Hljómalindarreit. 

Reykjavíkurborg vill af þessu tilefni og í samráði við hagsmunasamtök kaupmanna helga nokkrar götur gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarbúar eru hvattir til þess að njóta þeirrar dagskrár sem boðið er upp á og fá sér göngutúr um miðborgina í sátt og samlyndi við umhverfið.

Laugavegi frá Klapparstíg, Bankastræti og Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti verður lokað að þessu sinni fyrir bílaumferð. Léttar hindranir verða settar upp á þessum stöðum en þverumferð bíla verður áfram leyfð um göturnar.

Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar

 

lokað fyrir akstur

{jathumbnail off}