200 ára afmæli reiðhjólsins - 12. júní.

Í ár er 200 ára afmæli fyrsta farartækisins sem með sönnu er hægt að kalla reiðhjól. Það var 12. júní 2017 sem þýski barónin Freiherr Karl von Drais fór út að hjóla í fyrsta sinn á nýrru uppfinningu sinni. 

Þann dag hjólaði Karl Drais frá Mannheim að næstu stoppistöð póstvagnsins Schwetzinger Relaishaus sem nú er í úthverfi Mannheim Rheinau og til baka um 13 km leið. Hjólið var í reynd hlaupahjól að mestu byggt úr tré en með málmsamsetningum og með járngjörðum utanum tréhjólin. Það vó 22 kg. Hjólið var knúið áfram með því að sitja klofvega á því og hlaupa og ýta sér áfram með fótunum á jörðinni. Hjólin voru tvö í beinni línu og var hægt að stýra fremra hjólinu og á aftari hjólinu var bremsa. Í dag minnir það mest á hlaupahjól úr tré sem eru vinsæl fyrir börn. Hann fékk einkaleyfi á uppfinningu sinni árið 1818. Karl kallaði uppfinningu sína Laufmaschine eða hlaupahjól en það var fljótlega farið að kalla það eftir höfundi þess Draisine og svo fljótlega önnur heiti eins og Velocipede. 

Meðalhraði hans á hjólinu var um 15 km á klst. sem var meiri hraði en á póstvagni sem var dregin af hestum. Ástæðan fyrir því að Karl Drais fann upp þetta tæki gæti hafað verið harðindi eftir sprengigos í eldfjallinu Tambora í Indonesíu 1815 sem olli uppskerubresti og "orkukreppu". Hestar þess tíma þurftu jú hafra sem fóður og vegna uppskerubrestsins var ekki hægt að halda eins marga hesta sem þurfti til vinnu. Reiðhjólið er enn dag í dag orkunýtnasta farartækið sem maðurin hefur búið til og gegnir lykilhlutverki í hvernig mannkynið mun bregðast við orkuskorti og loftlagsbreytingum á þessari öld.

Hjól Drais baróns hafði strax mikil áhrif. Það voru gerð mörg afbrigði af því og upphófst með því þróunarsaga reiðhjólsins á 19. öld. Margháttaðar endurbætur urðu á reiðhjólum alla þá öld og má segja að í lok þeirrar aldar hafi reiðhjólið verið tilbúið eins og við þekkjum það í dag eftir marga skemmtilega úturdúra í þeirri þróunarsögu s.s. með fótstigum á risastóru drif framhjóli.


Meira má lesa um þennan atburð hér og um sögu reiðhjólsins hér.

 

 

Teikning af hlaupahjóli Karl von Drais.

(By Wilhelm Siegrist (1797-1843?) - Drais' 3-page printed description of 1817 (in public libraries), Public Domain, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=727702)