Trjágróður hindrar snjóruðningstæki

Á vef Reykjavíkurborgar 8. október birtist eftirfarandi frétt:

Trjágróður sem vex út á stíga tefur för snjóruðningstækja og í gegnum árin hefur komið fyrir að stígum hafi verið sleppt úr til að valda ekki tjóni á tækjum og hættu á slysum.  Þá eru dæmi um að ljós hafa brotnað af tækjunum með tilheyrandi kostnaði.

Stjórnendur snjóhreinsunar skoðuðu í september hvar líklegt er að trjágróður muni hindra för snjóruðningstækja á forgangsleiðum og fundu um 1.500 staði. Þar af voru um 200 staðir sem tilheyra borginni sjálfri og að undanförnu hafa starfsmenn gert átak í að klippa trjágróður á borgarlandi.

 
Reykjavíkurborg hvetur garðeigendur að huga að trjágróðri sem vex út fyrir lóðarmörk, ekki eingöngu vegna snjóruðningstækjanna, heldur einnig til að sýna samborgurum sínum tillitssemi. Greinar sem hjólreiðafólk lendir á geta valdið slysum. Þá er einnig mikilvægt að huga að gróðri sem vex fyrir umferðarmerki eða byrgir götulýsingu.

Upplýsingasíða: Trjágróður út fyrir lóðarmörk    
 
Tengd frétt:  Klippa trjágróður af kappi 

Mynd: Garðeigendur hugi að gróðri sem vex út fyrir lóðarmörk.

 

Frá LHM:

Landssamtökin taka undir þessa áskorun borgarinnar. Snjóruðningstækin eru ekki látin aka um stíga og gangstéttir til gamans heldur til að greiða leið gangandi og hjólandi vegfarenda.

Greinar sem skaga út á stíga og gangstéttir geta skapað hættu og óþægindi fyrir gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendur.

Mikill og þéttur gróður of nálægt stígum skerða líka sýn og geta valdið slysum og árekstrum.