Fjallahjólabraut í Kjarnaskógi vígð

fjallahjolabraut_i_kjarnaskogiFjallahjólreiðar er vaxandi íþrótt á Íslandi og er nú komið að því að vígja fyrstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins en hún er í Kjarnaskógi við Akureyri. Á laugardaginn verður brautin vígð formlega og í kjölfarið verður leiðsögn um spennandi og krefjandi fjallahjólaleiðir. Vígslan fer fram við snyrtihúsið Kjarnakot kl. 10.00.

Vinna við fjallahjólabrautarinnar hófst sumarið 2008 með lagningu þriggja km langra brauta og voru þær strax mjög vinsælar enda mikið af hjólareiðafólki sem sækir í að iðka sína íþrótt í Kjarnaskógi en umferð gangandi og hjólandi fer ekki alltaf saman.

Í kjölfar mikilla vinsælda brautanna sem lagðar voru var ákveðið að leggja fleiri brautir og nú er orðin til sérhönnuð fjallahjólabraut þar sem hægt er að hjóla um 12 km hring sem er lengsta sérhannaða fjallahjólabraut landsins.

Brautirnar eru mikil vítamínssprauta fyrir fjallahjólamenninguna á Íslandi og fer hjólafólk landshlutanna á milli til að prófa brautina. Þeir sem hafa áhuga á að prófa brautina á laugardag, þurfa að mæta með hjól og reiðhjólahjálm.

Sjá fréttir: vikudagur.is og visir.is - Mynd: Johan Holst.