Gps símar notaðir til að kortleggja hjólaleiðir

Screen_shot_2011-01-21_at_9.48.08_AMÍ San Fransisco hafa borgaryfirvöld um skeið notað upplýsingar úr GPS símum til að kortleggja leiðir hjólreiðamanna í borginni. Upplýsingunum er safnð í samvinnu við hjólreiðamenn sem eiga iPhone eða Android síma og vilja taka þátt í verkefninu.

Í þessa síma fæst forritið CycleTracks sem er ókeypis og hægt er að nota til að skrá ferðir ef síminn er með þessi stýrikerfi og innbyggt GPS tæki. Síminn sendir svo upplýsingarnar til San Fransisco borgar þar sem unnið er úr þeim. Með öðru forriti hjá San Francisco County Transportation Authority er hægt að skoða hvað leið hjólreiðamenn mundu líklega velja ef breytingar yrðu gerðar á gatna eða stígakerfi og aðstaða sköpuð fyrir hjólreiðamenn. Kortlagning af þessu tagi sem gefur upplýsingar um leiðina sem hjólreiðamenn velja, tímann sem ferð tekur, hæðarlegu leiðar og fjölda ferða hvers hjólreiðamanns skapar miklu betri grundvöll fyrir borgaryfirvöld til að taka ákvarðanir um aðgerðir í þágu hjólreiðamanna.

Fréttina um þetta má lesa á SFWeekly.

Reykjavíkurborg hefur unnið að kortlagningu á gönguleiðum skólabarna í skólann með þeim hætti að börn merkja leiðina sem þau ganga í skólann í tölvu og skrá hættur á þeirri leið. Æskilegt væri að Borgin og önnur sveitarfélög myndu kortleggja leiðir hjólreiðamanna með svipuðum hætti.

Ferðaleiðir skólabarna