Hjólastígur meðfram Háaleitisbraut frá Brekkugerði að Miklubraut

Mynd af stíg meðfram Háaleitisbraut

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar framkvæmdum í Reykjavík er sagt frá lagningu hjólastígs meðfram Háaleitisbraut milli Brekkugerðis og Miklubrautar.

Verkið felst í gerð hjólastígs austan Háaleitisbrautar milli Brekkugerðis að sunnan og Miklubrautar að norðan með flutningi ljósastaura frá götu að lóðamörkum fjær stíg, endurnýjun kantsteins á Háaleitisbraut, flutningi strætóbiðstöðvar að Háaleitisbraut og nýjum frágangi í kringum hana, fullnaðarfrágangi þverana við Smáagerði og Brekkugerði og endurnýjun hluta raflagna milli núverandi göngustígs og lóðarmarka samsíða honum. Auk þessa skal færa hraðavarnaskilti og einstaka önnur skilti sem nú eru í komandi hjólastígastæði. Færa þarf fjögur niðurföll í samræmi við breytingar á kantlínu.

Hér eru uppdrættir af framkvæmdinni á mynd 1 og mynd 2.

Framkvæmdin er síðan kynnt í samhengi við hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar í þessari kynningu (pdf 2,5 mb).

Tímaáætlun Frá Til
Frumathugun    
Hönnun og áætlanagerð Apríl 2015 Júní 2015
Framkvæmd verks Júlí 2015 Október 2015

 

Áætluð verklok eru 15.október 2015

Áætlaður heildarkosnaður er 45 millj. kr.